Ferill 315. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1199  —315. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum.

Frá fjármálaráðherra.



    Við 1. gr. Greinin orðist svo:
    6. og 8. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna orðast svo:
     6.      Sala bóka, jafnt frumsaminna sem þýddra.
     8.      Sala á matvörum og öðrum vörum til manneldis samkvæmt nánari afmörkun í viðauka við lög þessi. Sala veitingahúsa, mötuneyta og annarra hliðstæðra aðila á tilreiddum mat og þjónustu er þó skattskyld skv. 1. mgr. þessarar greinar. Fjármálaráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um virðisaukaskattsskylda sölu á vörum til manneldis.