Ferill 615. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1202  —  615. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu breytinga á samningi um alþjóðastofnun fjarskipta um gervitungl.

Frá meiri hluta utanríkismálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Helgu Hauksdóttur frá utanríkisráðuneyti og Hörð Halldórsson og Hrafnkel Gíslason frá Póst- og fjarskiptastofnun.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar breytinga á samningi um alþjóðastofnun fjarskipta um gervitungl (INTELSAT) sem samþykktar voru á 25. aukaþingi aðila stofnunarinnar í Washington 17. nóvember 2000.
    Með breytingum á samningnum er alþjóðastofnun fjarskipta um gervitungl einkavædd og fyrirtækið INTELSAT sett á stofn, auk alþjóðlegrar eftirlitsstofnunar, ITSO. Samkvæmt greinargerð með tillögunni telur samgönguráðuneytið að samningurinn kalli ekki á lagabreytingar hér á landi og var sá skilningur staðfestur af fulltrúa utanríkisráðuneytis á fundi nefndarinnar.
    Ekki er gert ráð fyrir að stofnun eftirlitsstofnunar hafi í för með sér aukinn kostnað fyrir þau ríki sem aðild eiga að samningnum enda er gert ráð fyrir að fjármunir komi frá fyrirtækinu til reksturs hennar.
    Rannveig Guðmundsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir rita undir með fyrirvara.
    Meiri hlutinn leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Lára Margrét Ragnarsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. apríl 2002.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Rannveig Guðmundsdóttir,


með fyrirvara.


Magnús Stefánsson.



Þórunn Sveinbjarnardóttir,


með fyrirvara.


Vilhjálmur Egilsson.


Einar K. Guðfinnsson.



Jónína Bjartmarz.