Ferill 682. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1204  —  682. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um fullgildingu Stokkhólmssamnings um þrávirk lífræn efni.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinni fund Helgu Hauksdóttur frá utanríkisráðuneyti og Halldór Þorgeirsson frá umhverfisráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd Stokkhólmssamning um þrávirk lífræn efni sem gerður var 22. maí 2001.
    Samningurinn, sem samþykktur var á ráðstefnu sem haldin var í Stokkhólmi 22. og 23. maí 2001, er mikilvægur áfangi í umhverfismálum. Hann tekur til takmörkunar á framleiðslu og notkunar svonefndra þrávirkra lífrænna efna og mælir m.a. fyrir um aðgerðir til þess að koma í veg fyrir framleiðslu eða myndun efna sem hættuleg eru umhverfinu og heilsu manna.
    Samkvæmt greinargerð með tillögunni telur umhverfisráðuneytið samninginn ekki kalla sjálfkrafa á lagabreytingar hér á landi og var það staðfest af fulltrúum utanríkis- og umhverfisráðuneytis á fundi nefndarinnar.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Lára Margrét Ragnarsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 11. apríl 2002.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Rannveig Guðmundsdóttir.


Magnús Stefánsson.



Þórunn Sveinbjarnardóttir.


Vilhjálmur Egilsson.


Þuríður Backman.



Einar K. Guðfinnsson.


Jónína Bjartmarz.