Ferill 587. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1208  —  587. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum.

Frá umhverfisnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ingibjörgu Halldórsdóttur frá umhverfisráðuneyti og Gunnlaugu Einarsdóttur frá Hollustuvernd ríkisins.
    Umsagnir bárust frá heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra, landlækni, Samtökum atvinnulífsins, Siglingastofnun Íslands, umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, Vinnueftirlitinu, Samtökum verslunar og þjónustu, Hollustuvernd ríkisins, Lyfjafræðingafélagi Íslands, Samtökum iðnaðarins, Félagi íslenskra náttúrufræðinga og Verslunarráði Íslands.
    Frumvarp þetta er lagt fram vegna væntanlegrar innleiðingar reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2037/2000, um efni sem eyða ósonlaginu, ásamt breytingum á þeirri reglugerð nr. 2039/2000. Með hliðsjón af dómi Hæstaréttar frá 21. apríl 1999 í máli íslenska ríkisins gegn Vörukaupum ehf. og gagnsök þykir ljóst að gera þurfi breytingar á lögum nr. 52/1988 áður en framangreindar reglugerðir öðlast gildi hér á landi. Ákvæði reglugerðar EB nr. 2037/2000 munu koma strax til framkvæmda og því er ljóst að ekki er hægt að bíða með þessa breytingu þar til nefnd skipuð af umhverfisráðherra 13. júní 2000, sem vinnur að heildarendurskoðun laga nr. 52/1988, hefur lokið störfum sínum.
    Nefndin tekur undir nauðsyn frumvarpsins en leggur jafnframt áherslu á að framangreind nefnd ljúki vinnu sinni svo fljótt sem kostur er. Leggur hún til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Gunnar Birgisson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. apríl 2002.



Magnús Stefánsson,


form., frsm.


Kristján Pálsson.


Þórunn Sveinbjarnardóttir.



Katrín Fjeldsted.


Jóhann Ársælsson.


Kolbrún Halldórsdóttir.



Ásta Möller.


Ísólfur Gylfi Pálmason.