Ferill 670. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1253  —  670. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón B. Jónasson frá sjávarútvegsráðuneyti, Árna Bjarnason frá Farmanna- og fiskimannasambandinu, Sævar Gunnarsson og Hólmgeir Jónsson frá Sjómannasambandi Íslands og Helga Laxdal frá Vélstjórafélagi Íslands, Guðjón Ármann Einarsson frá Félagi íslenskra skipstjórnarmanna og Kristján Ragnarsson og Friðrik Arngrímsson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna.
    Með frumvarpinu er lagt til að hlutdeild Íslands í veiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum verði úthlutað til skipa á grundvelli aflareynslu þeirra á árabilinu 1994–2001.
    Í frumvarpinu er vikið frá úthlutunarreglu 2. mgr. 5. gr. laganna. Meiri hlutinn gerir ekki athugasemd við þessa framkvæmd og vísar til rökstuðnings í athugasemdum við frumvarpið.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Árni Steinar Jóhannsson var viðstaddur afgreiðslu málsins sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu með fyrirvara.

Alþingi, 18. apríl 2002.



Einar K. Guðfinnsson,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Guðmundur Hallvarðsson.



Hjálmar Árnason.


Sigríður Ingvarsdóttir.


Helga Guðrún Jónasdóttir.