Ferill 620. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1255  —  620. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um vörur unnar úr eðalmálmum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Atla Frey Guðmundsson og Kristínu Haraldsdóttur frá viðskiptaráðuneyti. Umsagnir bárust frá Samtökum iðnaðarins, Samtökum verslunar og þjónustu, Löggildingarstofu, Samtökum verslunarinnar og Félagi íslenskra gullsmiða.
    Frumvarpið er lagt fram í því skyni að leysa þann vanda sem íslenskir gullsmiðir hafa átt við að stríða við útflutning framleiðslu sinnar með því að setja reglur um merkingar og eftirlit með vörum sem unnar eru úr eðalmálmum í atvinnuskyni. Með slíkum reglum er neytendavernd efld og séð fyrir því að vörur sem unnar eru úr eðalmálmum hér á landi fáist markaðssettar erlendis, en mörg ríki krefjast þess að slíkar vörur séu merktar samkvæmt opinberum reglum. Samkvæmt frumvarpinu mun Löggildingarstofa hafa eftirlit með framkvæmd laganna.
    Meiri hlutinn bendir á mikilvægi þess að Löggildingarstofa gæti meðalhófs við beitingu þeirra heimilda sem henni eru veittar samkvæmt ákvæðum frumvarpsins, og þá sérstaklega við aðgang að starfsstöðvum gullsmiða og við gjaldtöku fyrir sýnatöku.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 16. apríl 2002.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Einar K. Guðfinnsson.


Kristinn H. Gunnarsson.



Sigríður A. Þórðardóttir.


Ögmundur Jónasson.


Gunnar Birgisson.



Hjálmar Árnason.