Ferill 686. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1270  —  686. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um aðild að samningi um vörslu kjarnakleyfra efna.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Helgu Hauksdóttur frá utanríkisráðuneyti og Dís Sigurgeirsdóttur frá dómsmálaráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til þess að Ísland gerist aðili að samningi um vörslu kjarnakleyfra efna sem gerður var í Vínarborg 3. mars 1980.
    Samningur um vörslu kjarnakleyfra efna er á meðal þeirra samninga sem Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint sem hryðjuverkasamninga. Hann hefur tvenns konar markmið. Annars vegar gerir hann tilteknar kröfur um hvernig vörslu kjarnakleyfra efna sem nota skal í friðsamlegum tilgangi skuli háttað þegar slík efni eru flutt milli landa. Hins vegar mælir hann fyrir um hvers konar ráðstafanir aðildarríki skuli gera vegna ólögmætra athafna með kjarnakleyf efni þegar þau eru flutt milli landa eða eru í notkun, geymslu eða flutningi innan lands.
    Aðild að samningnum kallar á lagabreytingar hér á landi og hefur dómsmálaráðherra þegar lagt fram frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum nr. 19 12. febrúar 1940 (þskj. 1094, 678. mál).
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Lára Margrét Ragnarsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 11. apríl 2002.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Rannveig Guðmundsdóttir.


Magnús Stefánsson.



Þórunn Sveinbjarnardóttir.


Vilhjálmur Egilsson.


Þuríður Backman.



Einar K. Guðfinnsson.


Jónína Bjartmarz.