Ferill 672. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1272  —  672. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á ýmsum lögum vegna nýs stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Frá utanríkismálanefnd.



     1.      Við 8. gr. Í stað orðsins „iðjuþjálfaraskóli“ komi: iðjuþjálfaskóli.
     2.      Við 22. gr. Greinin orðist svo:
             Við 40. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
             Sjúkratryggingar skulu einnig greiða þann kostnað sem hlýst af því að sjúkratryggðum sé nauðsyn á að leita sér lækninga þegar hann er staddur í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
     3.      Við 24. gr. Greinin orðist svo:
             Við 1. málsl. 1. mgr. 1. gr. laganna bætist: eða samkvæmt stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.
     4.      Við 25. gr. Greinin orðist svo:
             Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna, sbr. 3. gr. laga nr. 108/2000:
        a.     Á eftir orðunum „Evrópska efnahagssvæðinu“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: og samkvæmt stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.
        b.     Á eftir orðunum „Evrópska efnahagssvæðisins“ í fyrri málslið 2. mgr. kemur: og samkvæmt stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.
     5.      Við bætist ný grein er verði 31. gr. og orðist svo:
             Við 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 70/1993, bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ríkisborgarar aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu njóta sams konar réttar og greint er frá í 3. málsl.
     6.      Við 33. gr. er verði 34. gr. Í stað orðanna „2. mgr.“ komi: 1. mgr.
     7.      Við 39. gr. er verði 40. gr. Í stað orðanna „sbr. 2. gr. laga nr. 46/1996“ komi: sbr. 2. og 6. gr. laga nr. 46/1996.
     8.      Við 44. gr. er verði 45. gr. Greinin orðist svo:
             Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. laganna, sbr. 4. gr. laga nr. 84/1998 og 4. gr. laga nr. 17/1999:
        a.    Á eftir orðunum „innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 1. mgr. kemur: eða aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
        b.    Við 2. mgr. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Hið sama gildir um starfsemi svissneskra verðbréfasjóða, enda séu sömu kröfur gerðar til þeirra og til verðbréfasjóða með staðfestu í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og gerður hafi verið samstarfssamningur á milli Fjármálaeftirlitsins og lögbærra svissneskra yfirvalda.
     9.      Á eftir 46. gr. er verði 47. gr. komi þrjár nýjar greinar sem orðist svo ásamt fyrirsögninni: Breyting á lögum nr. 123/1993, um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði, með síðari breytingum.
             a.    (48. gr.)
                      Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna, sbr. 6. gr. laga nr. 20/1996 og 3. gr. laga nr. 84/1998:
                 a.     Á eftir orðunum ,,innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 1. mgr. kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
                 b.     Á eftir orðunum ,,innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 2. mgr. kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
        b.    (49. gr.)
                      Á eftir orðunum „innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 16. gr. laganna, sbr. 3. gr. laga nr. 84/1998, kemur: og aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
        c.    (50. gr.)
                      Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna, sbr. 7. gr. laga nr. 20/1996 og 3. gr. laga nr. 84/1998:
                 a.     Á eftir orðunum ,,innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 1. mgr. kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
                 b.     Á eftir orðunum ,,innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 3. mgr. kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
     10.      Við 47. gr. er verði 51. gr. Í stað orðanna „2. mgr.“ komi: 1. mgr.
     11.      Á eftir 51. gr. er verði 55. gr. komi tvær nýjar greinar sem orðist svo:
             a.    (56. gr.)
                      Á eftir orðunum „aðildarríki Evrópsks efnahagssvæðis“ í 1. mgr. 77. gr. laganna, sbr. 5. gr. laga nr. 84/1998, kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
        b.    (57. gr.)
                      Á eftir orðinu „aðildarríki“ í 1. málsl. 1. mgr. 78. gr. laganna, sbr. 5. gr. laga nr. 84/1998, kemur: Evrópsks efnahagssvæðis eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
     12.      Við 52. gr. er verði 58. gr. Í stað orðanna „1. mgr.“ komi: 2. mgr.
     13.      Við 58. gr. er verði 64. gr. Í stað orðanna „2. málsl.“ í a-lið komi: 3. málsl.
     14.      Á eftir 67. gr. er verði 73. gr. komi tvær nýjar greinar sem orðist svo:
             a.    (74. gr.)
                      Á eftir orðunum ,,innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 1. mgr. 49. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 84/1998 og 7. gr. laga nr. 163/2000, kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
        b.    (75. gr.)
                      Á eftir orðunum ,,innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 1. mgr. 50. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 84/1998 og 7. gr. laga nr. 163/2000, kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
     15.      Á eftir 74. gr. er verði 82. gr. komi tvær nýjar greinar sem orðist svo:
             a.    (83. gr.)
                      Á eftir orðunum ,,innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 1. mgr. 86. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 84/1998, kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
        b.    (84. gr.)
                      Á eftir orðunum ,,innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 1. mgr. 87. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 84/1998, kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
     16.      Á eftir 79. gr. er verði 89. gr. komi tvær nýjar greinar sem orðist svo:
             a.    (90. gr.)
                      Á eftir orðunum ,,innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 4. mgr. 8. gr. laganna kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
        b.    (91. gr.)
                      1. mgr. 13. gr. laganna orðast svo:
                      Útibúum erlendra viðskiptabanka, sparisjóða, fyrirtækja í verðbréfaþjónustu og lánastofnana annarra en viðskiptabanka og sparisjóða, sem starfa hér á landi en hafa staðfestu í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, er heimil aðild að sjóðnum vegna innstæðna, verðbréfa og reiðufjár sem ekki er tryggt á sambærilegan hátt á Evrópska efnahagssvæðinu eða innan aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
     17.      Við 80. gr. er verði 92. gr. Greinin orðist svo:
                      Lög þessi öðlast þegar gildi.