Ferill 265. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1289  —  265. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Umsagnir bárust frá ríkislögreglustjóra, Sýslumannafélagi Íslands, Lögmannafélagi Íslands, ríkissaksóknara, réttarfarsnefnd og dómstólaráði.
    Í frumvarpinu er annars vegar lagt til að héraðsdómur verði skipaður þremur héraðsdómurum ef sýnt þykir að niðurstaða dómsins kunni að verulegu leyti að ráðast af mati á sönnunargildi framburðar vitna og hins vegar er lagt til að lögbundnar takmarkanir á áfrýjunarheimild til Hæstaréttar vegna áfellisdóms í opinberum málum verði felldar niður.
    Allsherjarnefnd vekur athygli á því að lög um meðferð opinberra mála sæta nú heildarendurskoðun af hálfu dómsmálaráðuneytis. Með tilliti til þess leggur nefndin til að að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 19. apríl 2002.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir,


form., frsm.


Jónína Bjartmarz.


Ólafur Örn Haraldsson.



Ásta Möller.


Katrín Fjeldsted.


Kjartan Ólafsson.



Guðjón A. Kristjánsson.


Guðrún Ögmundsdóttir.


Lúðvík Bergvinsson.