Ferill 575. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1334  —  575. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 76/2001, um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa.

Frá meiri hluta samgöngunefndar (GHall, HjÁ, ArnbS, MS, SI, DrH).



     1.      Við 1. gr. Í stað orðanna „sjómanna á fiskiskipum“ í efnismálsgrein b-liðar komi: áhafnar fiskiskips.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðanna „sjómanna á fiskiskipum“ í a-lið komi: áhafnar fiskiskips.
                  b.      8. tölul. b-liðar orðist svo: Önnur skip er hvert það skip sem notað er í atvinnuskyni og fellur ekki undir 3.–7. tölul., sbr. 18. gr.
     3.      Við bætist ný grein, 5. gr., er orðist svo:
                  Á eftir orðunum „yfirvélstjóra á farþegaskipum“ í 2. mgr. 8. gr. laganna kemur: fiskiskipum.
     4.      Við 6. gr. Greinin orðist svo:
                   Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
                  a.      Skilgreiningin „Stjórnunarsvið“ í 2. mgr. verður svohljóðandi:
Yfirstýrimaður/stýrimaður <500 brúttótonn í strandsiglingum 18 A.
Skipstjóri <500 brúttótonn í strandsiglingum 20 B.
Yfirstýrimaður <3.000 brúttótonn 20 D.
Skipstjóri <3.000 brúttótonn 20 F.
Yfirstýrimaður engar 20 C.
Skipstjóri engar 20 F.
                  b.      Í stað orðanna „54 mánaða“ í A-lið 2. mgr. kemur: 36 mánaða.
                  c.      Í stað orðanna „18 mánaða“ í B-lið 2. mgr. kemur: 12 mánaða.
                  d.      C-liður 2. mgr. orðast svo: Siglingatími skv. D-lið auk 12 mánaða siglingatíma sem stýrimaður á skipum sem eru 500 brúttótonn eða stærri.
                  e.      Í stað talnanna „18“ og „54“ í D-lið 2. mgr. kemur: 12, og: 36.
                  f.      E-liður orðast svo: Að lágmarki 6 mánaða siglinga- og námstími.
                  g.      Við 2. mgr. bætist nýr stafliður, F-liður, svohljóðandi: Siglingatími skv. D-lið auk 36 mánaða siglingatíma sem stýrimaður á skipum sem eru 500 brúttotonn eða stærri, sem má stytta í 24 mánuði í sömu stöðu ef umsækjandi hefur þar af gegnt stöðu yfirstýrimanns í 12 mánuði.





Prentað upp.


                  h.      Skilgreiningin „Stjórnunarsvið“ í 3. mgr. verður svohljóðandi:
Vélstjóri <375 kW 18 A.
Vélstjóri < 750 kW 18 B.
1. vélstjóri <3.000 kW 20 C.
Yfirvélstjóri <3.000 kW 20 G.
1. vélstjóri engar 20 C.
Yfirvélstjóri engar 20 D.
                  i.      Í stað orðanna „9 mánaða“ í A-lið 3. mgr. kemur: 6 mánaða.
                  j.      Í stað orðanna „14 mánaða“ í B-lið 3. mgr. kemur: 9 mánaða.
                  k.      Í stað orðanna „18 mánaða“ í C-lið 3. mgr. kemur: 12 mánaða.
                  l.      D-liður 3. mgr. orðast svo: 36 mánaða siglingatími sem vélstjóri á skipum með aðalvél stærri en 750 kW, þar af 12 mánaða siglingatími eftir að hafa öðlast réttindi til að starfa sem 1. vélstjóri.
                  m.      E-liður 3. mgr. orðast svo: 6 mánaða siglinga- og námstími og hafa lokið viðurkenndri fagmenntun sem er ekki skemmri en 30 mánuðir, þar með talin fræðsla um borð sem skráð er í þjálfunarbók.
                  n.      F-liður 3. mgr. orðast svo: Að lágmarki 6 mánaða siglinga- og námstími.
                  o.      Við 3. mgr. bætist nýr stafliður er verður G-liður og orðst svo: 24 mánaða siglingatími sem vélstjóri á skipum með aðalvél stærri en 750 kW, þar af 12 mánaða siglingatími eftir að hafa öðlast réttindi til að starfa sem 1. vélstjóri.
     5.      Við 8. gr.
                  a.      Við a-lið bætist ný málsgrein er verði 3. mgr. og orðist svo:
                     Ráðherra getur með reglugerð gert vægari kröfur um siglingatíma skv. 2. mgr. enda séu þær í samræmi við alþjóðasamþykktina um áhafnir fiskiskipa (STCW–F), sbr. 3. mgr. 1. gr.
                  b.      Í stað orðanna „14 mánaða“ í A-lið 3. mgr. a-liðar komi: 9 mánaða.
                  c.      Í stað orðanna „18 mánaða“ í B-lið 3. mgr. a-liðar komi: 12 mánaða.
                  d.      Í stað orðanna „36 mánaða“ og „18 mánaða“ í C-lið 3. mgr. a-liðar komi: 24 mánaða, og: 12 mánaða.
                  e.      Í stað orðanna „Á skipi með“ í b-lið 1. mgr. c-liðar komi: Á fiskiskipi með.
                  f.      Í stað orðanna „750 kW vél og stærri“ í c-lið 1. mgr. c-liðar komi: stærri en 750 kW vél.
                  g.      Í stað orðsins „skipstjórnar“ í 2. mgr. d-liðar komi: skipherra.
                  h.      Á eftir orðunum „12 mánuðir“ í A-lið 2. mgr. d-liðar komi: sem.
                  i.      Á eftir orðunum „12 mánuðir“ í B-lið 2. mgr. d-liðar komi: sem.
                  j.      Í stað aldursskilyrðisins „16“ í 2. mgr. e-liðar komi: 18.
     6.      Við bætist ný grein er verði 10. gr. og orðist svo:
                  Í stað orðanna „sbr. 2. mgr. 15. gr.“ í 2. mgr. 16. gr. laganna kemur: sbr. 2. mgr. 22. gr.
     7.      Við 11. gr. Í stað orðanna „Ákvæði 17. gr.“ í 1. mgr. komi: Ákvæði e-liðar 8. gr.