Ferill 343. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Nr. 34/127.

Þskj. 1482  —  343. mál.


Þingsályktun

um mörkun stefnu um vistvænt eldsneyti á Íslandi.


    Alþingi ályktar að fela iðnaðarráðherra að skipa nefnd sem móti stefnu um vistvænt eldsneyti á Íslandi. Nefndin taki m.a. afstöðu til álagningar á eldsneyti og fjalli um uppbyggingu innviða, framtíðarskipulag eldsneytismála, stuðning við tilraunir og áhrif vistvæns eldsneytis á íslenskt efnahagslíf. Nefndin verði skipuð fimm fulltrúum, frá iðnaðarráðuneyti, samgönguráðuneyti, fjármálaráðuneyti, umhverfisráðuneyti og fyrirtækinu Íslenskri nýorku ehf. Tillögur nefndarinnar verði kynntar Alþingi fyrir 1. nóvember 2002.

Samþykkt á Alþingi 3. maí 2002.