Ferill 239. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Nr. 37/127.

Þskj. 1485  —  239. mál.


Þingsályktun

um aukinn rétt foreldra vegna veikinda barna.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd sem hafi það verkefni að gera tillögur um það hvernig unnt sé að tryggja betur rétt foreldra til launa í fjarveru úr vinnu vegna veikinda barna. Nefndin verði skipuð fulltrúum félagsmálaráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, aðila vinnumarkaðarins og samtaka um málefni sjúkra barna. Í starfi sínu hafi nefndin hliðsjón af fjármögnun, fyrirkomulagi og réttindum sem gilda um bætur fyrir launatap aðstandenda sjúkra barna annars staðar á Norðurlöndum.
    Niðurstaða nefndarinnar verði lögð fyrir Alþingi á haustþingi árið 2002.

Samþykkt á Alþingi 3. maí 2002.