Framhaldsfundir Alþingis

Þriðjudaginn 21. janúar 2003, kl. 13:32:50 (2811)

2003-01-21 13:32:50# 128. lþ. 61.91 fundur 350#B framhaldsfundir Alþingis#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 128. lþ.

[13:32]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég þakka hæstv. forsrh. góðar óskir í garð okkar þingmanna og starfsmanna Alþingis. Ég óska alþingismönnum og starfsmönnum Alþingis gleðilegs árs. Jafnframt sendi ég landsmönnum öllum mínar bestu nýársóskir.

Ég vona að hlé það sem verið hefur á reglulegum fundum Alþingis hafi nýst alþingismönnum vel til fundahalda í kjördæmum og til annarra samskipta við kjósendur.

Fyrir höndum er nú stutt þinghald þar sem kosningar til Alþingis verða í maí. Samkvæmt starfsáætlun lýkur þingstörfum 14. mars, eftir tæpar átta vikur. Ég vænti þess fastlega að við þá áætlun verði staðið og að afgreiðsla mála og umræður taki mið af því.