Vísinda- og tækniráð

Þriðjudaginn 21. janúar 2003, kl. 15:15:22 (2839)

2003-01-21 15:15:22# 128. lþ. 61.1 fundur 336. mál: #A Vísinda- og tækniráð# frv. 2/2003, 357. mál: #A opinber stuðningur við vísindarannsóknir# (heildarlög) frv. 3/2003, 345. mál: #A opinber stuðningur við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins# frv. 4/2003, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 128. lþ.

[15:15]

Menntamálaráðherra (Tómas Ingi Olrich) (andsvar):

Herra forseti. Hvort sem litið er til úttektar OECD á íslensku rannsóknarumhverfi ellegar á ýmsa aðra mælikvarða sem hafa verið lagðir á framlög Íslands til vísindastarfs er yfirleitt hægt að fullyrða að niðurstaðan bendi til mikils styrkleika íslensks vísindastarfs og þess að íslenska þjóðfélagið hafi lagt mikið af mörkum til að byggja afkomu sína á vísindum. Ég mun færa rök að þessu í máli mínu á eftir. Það er engin ástæða til þess að bera kinnroða fyrir slíkt. Þvert á móti eiga menn að viðurkenna það sem vel er gert. Auðvitað byggist þetta allt á því sem íslenskir skattgreiðendur leggja fram til að efla eigið samfélag og við eigum að vera stolt af því. Við eigum að styðja það.

Að því er varðar grunnvísindi og þá skýslu sem hv. þm. vitnaði í áðan ber að geta þess að sú skýrsla byggir á rannsóknum starfsmanna Háskóla Íslands. Í hana vantar upplýsingar um grunnrannsóknir sem t.d. fara fram hjá raunvísindastofnunum atvinnuveganna. Það munu vera um 30% af grunnrannsóknum á Íslandi. Á þeirri ágætu skýrslu sem hv. þm. var að vitna í er þó sá meinbugur.