Opinber stuðningur við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins

Miðvikudaginn 22. janúar 2003, kl. 13:40:11 (2869)

2003-01-22 13:40:11# 128. lþ. 62.3 fundur 345. mál: #A opinber stuðningur við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins# frv. 4/2003, iðnrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 128. lþ.

[13:40]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Með samþykkt þessara þriggja frv. er stigið stórt skref á sviði vísinda í landinu. Hér er á ferðinni mjög athyglisvert mál að mínu mati og vísindin eru tengd atvinnulífinu meira en áður hefur verið. Stefna stjórnvalda í vísinda- og tæknimálum mun nú endurspeglast betur en áður í heildarstefnumótun, sem er jákvætt að mínu mati á allan hátt. Ég lýsi því sérstakri ánægju með samþykkt þessara þriggja frv.