Heilsugæsla, félagsþjónusta og öldrunarþjónusta

Miðvikudaginn 22. janúar 2003, kl. 15:48:47 (2922)

2003-01-22 15:48:47# 128. lþ. 63.6 fundur 449. mál: #A heilsugæsla, félagsþjónusta og öldrunarþjónusta# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., KVM
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 128. lþ.

[15:48]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Þegar við ræðum þessi mál að færa verkefni yfir á sveitarfélögin, þá er mjög brýnt að hafa það í huga að sveitarfélögin hafi tekjur til þess að geta uppfyllt þær skyldur og kröfur sem lagðar eru á þau. Því miður hefur það verið svo að sveitarfélögin hafa kvartað undan því að í samskiptum sínum við ríkið og ríkisvaldið hafi þau ekki haft nægt fjármagn til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Í þeirri umræðu hljótum við að leggja mjög mikla áherslu á að tekjustofnar sveitarfélaganna verði bættir og auknir til þess að hægt sé að sinna þessu því þegar þjónustan færist nær fólkinu og sveitarstjórnunum er náttúrlega ljóst að fólkið þekkir vandann betur þar sem að kreppir og er það mjög vel. Ég þakka því fyrir þessa fyrirspurn.