Lýðheilsustöð

Fimmtudaginn 23. janúar 2003, kl. 12:23:24 (2961)

2003-01-23 12:23:24# 128. lþ. 64.5 fundur 421. mál: #A Lýðheilsustöð# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 128. lþ.

[12:23]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Fyrst vil ég segja það að að sjálfsögðu tekur heilbr.- og trn. þau atriði sem hér hefur verið bent á til skoðunar. Það er ekki nema einboðið. Ég veit að það verður gert, eins og ég sagði í seinni ræðu minni, og vandað til því að í heilbr.- og trn. er fólk sem hefur mikinn áhuga á þessum málum og faglega þekkingu, a.m.k. margt af því.

Varðandi óhefðbundnu lækningarnar hef ég, eins og ég sagði, áhuga á því að koma því starfi af stað. Það er verið að móta endanlega hvað nefndin verður stór. Við höfum gefið væntanlegum formanni nokkurt umboð í því að skipuleggja starfið sem á að vera víðtækt og taka til þáltill., að sjálfsögðu. Ég reikna með að það þurfi að gefa nokkurn tíma til þess að fara yfir þetta því að þetta er ekki einfalt mál. Það er langt frá því. En ég valdi þennan forstöðumann af því að ég treysti honum og þekki hann vel og ég veit að þetta starf verður unnið af mikilli samviskusemi. Þar að auki kynnti hann sér þetta efni sérstaklega á námsárum sínum, afstöðu Íslendinga til óhefðbundinna lækninga. Ég veit að þetta starf verður unnið af mikilli samviskusemi. Ég efast ekki um það.