Lyfjalög og læknalög

Fimmtudaginn 23. janúar 2003, kl. 14:56:55 (2987)

2003-01-23 14:56:55# 128. lþ. 64.6 fundur 423. mál: #A lyfjalög og læknalög# (lyfjagagnagrunnar) frv., KF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 128. lþ.

[14:56]

Katrín Fjeldsted (andsvar):

Herra forseti. Ég þekki ekki þessa könnun en almennt séð halda heimilislæknar utan um sjúkraskrár skjólstæðinga sinna. Og almennt talað og alls staðar þar sem ég þekki til er það svo að upplýsingarnar berast þangað og þar er gagnabankinn nákvæmastur.

Í flestum tilvikum veitir sjúklingurinn réttar upplýsingar. Það má ekki gleyma því. Þessi lög og lög af þessu tagi er verið að setja vegna undantekningartilvikanna, alveg eins og hraðahindranir eru settar á vegi til þess að grípa þá sem brjóta lög um hámarkshraða.

Ég verð að segja að mér finnst skipta mestu máli að sá læknir sem meðhöndlar sjúklinginn hverju sinni hafi upplýsingar og geti staðfest að satt sé sagt frá þegar um er að ræða hluti eins og lyfjagjöf og fyrri sjúkrasögu fólks. Það er sjúklingnum til heilla. Það er út á það sem það gengur, og öryggi hans.