Tilkynning um dagskrá

Mánudaginn 27. janúar 2003, kl. 15:01:38 (3018)

2003-01-27 15:01:38# 128. lþ. 65.92 fundur 377#B tilkynning um dagskrá#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 128. lþ.

[15:01]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil láta þess getið að í dag eru tvær umræður utan dagskrár. Hin fyrri hefst kl. hálffjögur og er um launamun kynjanna hjá hinu opinbera. Málshefjandi er hv. þm. Þórunn Sveinbjarnardóttir. Hæstv. fjmrh. Geir H. Haarde verður til andsvara.

Hin síðari hefst kl. fjögur og er um Landhelgisgæsluna. Málshefjandi er hv. þm. Guðjón A. Kristjánsson. Hæstv. dómsmrh. Sólveig Pétursdóttir verður til andsvara. Umræðurnar fara fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund.