Afstaða ríkisstjórnarinnar til hernaðarátaka í Írak

Mánudaginn 27. janúar 2003, kl. 15:25:46 (3034)

2003-01-27 15:25:46# 128. lþ. 65.1 fundur 372#B afstaða ríkisstjórnarinnar til hernaðarátaka í Írak# (óundirbúin fsp.), utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 128. lþ.

[15:25]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég tel að það sé alveg ljóst að ef í ljós kemur að Saddam Hussein býr yfir gjöreyðingarvopnum og vill ekki afvopnast, þá stendur alþjóðasamfélagið frammi fyrir því að grípa til sinna ráða.

Það er alveg ljóst af okkar hálfu að við teljum algjörlega nauðsynlegt að þetta mál komi til umfjöllunar öryggisráðsins á nýjan leik, það höfum við margsagt. En ég held að allir geti verið sammála um það að ef þessi maður býr yfir gjöreyðingarvopnum með þeim afleiðingum sem það gæti haft í för með sér, þá stendur alþjóðasamfélagið frammi fyrir mjög erfiðri stöðu. Það hlýtur að vera krafa okkar Íslendinga eins og annarra að þeir afvopnist. Það er krafa Sameinuðu þjóðanna.

Hins vegar ef í ljós kemur að hann býr ekki yfir gjöreyðingarvopnum, þá er málið væntanlega leyst.