Álverksmiðja í Reyðarfirði

Þriðjudaginn 28. janúar 2003, kl. 17:49:28 (3106)

2003-01-28 17:49:28# 128. lþ. 66.10 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 128. lþ.

[17:49]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég hygg að hv. þm. minnist þess að því var haldið fram mjög sterklega af ýmsum hagfræðingum á þeim tíma að ein af meginástæðunum fyrir því hversu illa þeirri ríkisstjórn sem hv. þm. sat í frá árunum 1988--1991 farnaðist var einmitt að gjaldeyrisöflunin stóð í stað eða minnkaði. Það voru þeir erfiðleikar sem hann stóð fyrir á sínum tíma sem ráðherra. (Gripið fram í. ) Hann stóð frammi fyrir þeim erfiðleikum og það tókst ekki að snúa þessu dæmi við fyrr en hægt var að koma stóriðjuframkvæmdum aftur í gang. Þetta er sannleikurinn í því máli.

Auðvitað var hv. þm. þvert um geð sem ráðherra á þeim tíma að standa að því að skerða kjörin frá ári til árs en þannig var nú ástandið.