Álverksmiðja í Reyðarfirði

Þriðjudaginn 28. janúar 2003, kl. 17:55:48 (3110)

2003-01-28 17:55:48# 128. lþ. 66.10 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 128. lþ.

[17:55]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég vissi ekki betur en hugmyndin væri sú að stækka Norðurál sem er í kjördæmi hv. þm. Það væru góðar fréttir fyrir mig, þó að ég sé ekki að leggja það til í ræðustólnum, að þær framkvæmdir og sú uppbygging yrði t.d. við Eyjafjörð ef búið er að afskrifa framkvæmdina við Akranes. Málið er að stóriðjuuppbyggingu við Hvalfjörð er haldið áfram þannig að það er alls ekki verið að níðast á Akurnesingum með einum eða neinum hætti. Þess vegna eru ummæli hv. þm. gersamlega út í hött.