Álverksmiðja í Reyðarfirði

Þriðjudaginn 28. janúar 2003, kl. 21:44:35 (3131)

2003-01-28 21:44:35# 128. lþ. 66.10 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 128. lþ.

[21:44]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef ekki gleymt þessari uppbyggingu og það flökrar að mér að þá hefði kannski mátt líka gera betur og reyna að koma til móts við þau svæði sem þá stóðu illa. Ef það hefur ekki verið gert þá er það ekki afsökun fyrir því að vinna ekki í þessum málum núna. Ég tel ástæðu til þess að fara yfir það.

Ég sé reyndar að hæstv. ríkisstjórn hefur að hluta til farið af stað í málunum. Ég veit ekki betur en að það liggi fyrir yfirlýsingar um að flýta eigi tilteknum framkvæmdum og reyna að nýta þennan tíma áður en spennan eykst þarna fyrir austan. Það er vel og ég fagna því. Mér finnst hins vegar að ákvarðanir um slíka hluti og undirbúningur að þeim hefði þurft að liggja allur fyrir í haust og menn hefðu þá getað séð fyrir sér hvaða verkefni þetta væru og hvað ætti að gera fram að þessum tíma. Upp á þetta finnst mér vanta.