Álverksmiðja í Reyðarfirði

Miðvikudaginn 29. janúar 2003, kl. 16:08:58 (3199)

2003-01-29 16:08:58# 128. lþ. 68.1 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv., ÖJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 128. lþ.

[16:08]

Ögmundur Jónasson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við umræðuna um frv. í gær óskaði ég eftir því að fá á því staðfestingu að þetta frv. um heimild til að reisa álver í Reyðarfirði færi til umfjöllunar í umhvn. þingsins og efh.- og viðskn., auk umfjöllunar í iðnn. Ég hef ekki fengið nein svör við þessu. Við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs munum ekki fallast á að samþykkja að málinu verði vísað til iðnn. nema við fáum yfirlýsingu þess efnis að málinu verði einnig vísað til umfjöllunar í efh.- og viðskn. og umhvn. þingsins. Það er óumdeilanlegt að þetta mál er á verksviði umhvn. og að sjálfsögðu einnig efh.- og viðskn. Þetta frv. fjallar um skattamál fyrirtækisins og fjallar um efnahagsmál eins og umræðan hér hefur borið með sér.

Þetta er krafa um sanngjörn og fagleg vinnubrögð.