Álverksmiðja í Reyðarfirði

Miðvikudaginn 29. janúar 2003, kl. 16:14:08 (3202)

2003-01-29 16:14:08# 128. lþ. 68.1 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv., GÁS (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 128. lþ.

[16:14]

Guðmundur Árni Stefánsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég samþykki þá málsmeðferð sem hér er lögð til og geri það ekki síst í ljósi þeirrar víðsýni sem gætti í máli hv. formanns iðnn. Hann var jákvæður og opinn fyrir því að farið yrði í þetta fjölþætta mál yrði farið með þeim hætti að aðrar hlutaðeigandi nefndir kæmu að því eins og venja hefur verið til, t.d. við fjárlagaafgreiðslu og fleiri tilvik.

Fjölmargar nefndir eiga þarna hlut að máli. Hér hefur efh.- og viðskn. verið nefnd til sögunnar og umhvn. eðli máls samkvæmt. Samgn. vildi ég nefna til skoðunar. Hér er um hafnamál að ræða. Eins kemur málið félmn. við því að hér er auðvitað um mikilvægt hagsmunamál sveitarfélagsins (Gripið fram í.) að ræða. Ég hvet eindregið til þess að menn horfi til allra átta og undirstrika að af orðum hv. þm. Hjálmars Árnasonar, formanns nefndarinnar, er ég þess fullviss að svona verður farið í þetta mál. Þess vegna segi ég já.