Álverksmiðja í Reyðarfirði

Miðvikudaginn 29. janúar 2003, kl. 16:15:34 (3204)

2003-01-29 16:15:34# 128. lþ. 68.1 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv., ÖS (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 128. lþ.

[16:15]

Össur Skarphéðinsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég styð það að þessu frv. verði vísað til hv. iðnn. Ég styð frv. eins og langflestir þingmenn Samfylkingarinnar og ég vil að það komi hér fram. Hins vegar vil ég ítreka það að hv. þm. Bryndís Hlöðversdóttir sem fyrsti talsmaður okkar í þessari umræðu óskaði sérstaklega eftir þeirri málsmeðferð sem hér er óskað eftir af hálfu hv. þm. Ögmundar Jónassonar. Ég tel að það sé fullkomlega eðlilegt að menn verði við slíkum óskum og held að það mundi flýta fyrir vinnu málsins í þinginu. Ég held að hv. þm. Hjálmar Árnason ætti að sitja talsvert á sínum stríðnispúka því að það er augljóst að það er bara vilji hans til þess að erta hv. þingmenn Vinstri grænna sem veldur því að hann kemur og talar svona myrkt í þessu máli.