Raforkulög

Fimmtudaginn 30. janúar 2003, kl. 11:14:41 (3218)

2003-01-30 11:14:41# 128. lþ. 69.1 fundur 462. mál: #A raforkulög# (heildarlög, EES-reglur) frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 128. lþ.

[11:14]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er nú ekki þannig, hv. þm., að erfiðleika þá sem hafa komið upp í Noregi megi rekja til þess fyrirkomulags sem þar er í sambandi við raforkumál. Þess má geta að Norðmenn voru fyrsta þjóðin til þess að taka upp frjálsræði í raforkumálum og gerðu það löngu áður en þeir voru tilknúnir til þess vegna aðildar sinnar að Evrópska efnahagssvæðinu.

Það hefur verið sérstaklega kalt í Noregi í vetur og upp hafa komið alls konar vandamál þar í tengslum við það. Þannig að það sem hv. þm. gat hér um er ekki hægt að rekja til þess fyrirkomulags sem að viðhaft er í sambandi við rekstur raforkukerfisins.