Raforkulög

Fimmtudaginn 30. janúar 2003, kl. 16:09:32 (3259)

2003-01-30 16:09:32# 128. lþ. 69.1 fundur 462. mál: #A raforkulög# (heildarlög, EES-reglur) frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 128. lþ.

[16:09]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil hafa þennan mun sem allra minnstan og þess vegna er það nú sem ég hef lagt svona mikla áherslu á að um jöfnun verði að ræða og það fáist inn --- ja, talið er að það séu um 400 milljónir í dreifikerfinu og 100 milljónir í flutningskerfinu sem þurfi að taka sérstaklega á. Ég heyri að mikil samstaða er um það hér á hv. Alþingi að gera það og tel ég það vera til merkis um að það verði niðurstaðan, hvernig sem þær kosningar fara sem eru fram undan, fyrst algjör samstaða er um þetta. En ég treysti náttúrlega Framsfl. best til þess að framfylgja því.