Breyting á ýmsum lögum á orkusviði

Fimmtudaginn 30. janúar 2003, kl. 16:12:51 (3261)

2003-01-30 16:12:51# 128. lþ. 69.2 fundur 463. mál: #A breyting á ýmsum lögum á orkusviði# frv., SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 128. lþ.

[16:12]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Það frv. sem hér liggur fyrir og heitir frv. til laga um breytingu á ýmsum lögum á orkusviði er í rauninni fyrst og fremst tæknilegt fylgifrv. þess stóra frv. sem hér hefur verið rætt í dag. Það er í sjálfu sér ekki mikið um það að segja á þessu stigi, þetta eru eðlilegar breytingar, vænti ég, í flestum tilfellum og sýnist það að svo miklu leyti sem ég hef rannsakað það sjálf.

Auðvitað vakna ýmsar spurningar sem varða einstök atriði en, herra forseti, það er alveg ljóst að þetta mál verður unnið í nefndinni, vænti ég, meira og minna samhliða raforkulagafrv. og þá mun skýrast --- að svo miklu leyti sem það skýrist ekki hér í athugasemdum --- af hverju er gengið svo skammt eða svo langt sem raun ber vitni.

Ég ætla því ekki að lengja þennan fund með mikilli ræðu um þessi mál. Ég kem til með að vinna þau í nefndinni en fannst ótækt að ráðherrann talaði einn í þessari umræðu.