Afgreiðsla forsætisnefndar á beiðni um skýrslu

Mánudaginn 03. febrúar 2003, kl. 15:26:58 (3299)

2003-02-03 15:26:58# 128. lþ. 70.92 fundur 392#B afgreiðsla forsætisnefndar á beiðni um skýrslu# (aths. um störf þingsins), GunnB
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 128. lþ.

[15:26]

Gunnar Birgisson:

Virðulegi forseti. Mér finnst þessi ádeila hv. þm. Guðmundar Árna Stefánssonar lykta svona af pólitísku skítabragði. (Gripið fram í.) Hér er um að ræða tvö óskyld mál, þ.e. annars vegar skýrslu sem er trúnaðarskýrsla stjórnar og hins vegar er það starfslokasamningur sem ég hélt að öll þjóðin vissi hvernig væri. Þetta er búið að birtast hér í blöðum. Ég hélt að það væru engin leyndarmál í þessu. Það er búið að tala um jeppa og milljónir og það er meira að segja komið niður í tré og njóla. Ég hélt því að þjóðin væri alveg upplýst í þessu máli. Mér finnst ekki tilhlýðilegt að vera með svona hér. (Gripið fram í.)

Forseti hefur úrskurðað nákvæmlega eftir lögum í þessu máli. Mér finnst allt í lagi að þessi starfslokasamningur sé birtur. Ég lýsti þeirri skoðun minni hér í síðustu viku. En það er búið að birta hann nú þegar í blöðum landsmanna. Hvaða nýju vísindi og hvaða leynimakk er hér um að ræða? (Gripið fram í: Það er spurningin.) Ekki neitt, ekki neitt. (Gripið fram í: Svara þú.) Þetta er bara pólitík af verstu sort og ekkert annað.