Samgönguáætlun fyrir árin 2003--2006

Þriðjudaginn 04. febrúar 2003, kl. 20:45:58 (3419)

2003-02-04 20:45:58# 128. lþ. 71.8 fundur 563. mál: #A samgönguáætlun fyrir árin 2003--2006# þál., 469. mál: #A samgönguáætlun fyrir árin 2003--2014# þál., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 128. lþ.

[20:45]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er ekki einfalt mál að gera hv. þingmann ánægðan. Engu að síður liggur alveg fyrir (Gripið fram í.) eins og ég hef margsinnis farið yfir í þessum umræðum, að við erum að setja meiri fjármuni til framkvæmda í samgöngumálum en nokkru sinni fyrr. Til þess að það sé hægt þurfum við tekjur í ríkissjóð. (Gripið fram í: Hækka skatta?) Það stendur ekki til. Ég heyri að hv. þm. kallar fram í og spyr hvort til standi að hækka skatta. Það er ekki á dagskrá. (Gripið fram í.) Við erum að nýta þá fjármuni sem koma vegna sölu ríkisfyrirtækja til miklu meiri framkvæmda en áður. Það er staðreynd.

Hins vegar er alveg ljóst, eins og margoft hefur verið farið yfir í þessari umræðu að við erum að ná stórum áföngum í samgöngumálum. Ég held að það sé aðalatriði málsins. Það er staðreynd sem ekki er hægt að hlaupa frá.