Samgönguáætlun fyrir árin 2003--2006

Þriðjudaginn 04. febrúar 2003, kl. 20:58:30 (3426)

2003-02-04 20:58:30# 128. lþ. 71.8 fundur 563. mál: #A samgönguáætlun fyrir árin 2003--2006# þál., 469. mál: #A samgönguáætlun fyrir árin 2003--2014# þál., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 128. lþ.

[20:58]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek að sjálfsögðu undir þau orð hv. þm. að samgönguframkvæmdir eru mjög hagstæðar fyrir þjóðina. Það fer ekki á milli mála.

Það sem ég vildi sérstaklega nefna er hins vegar sú staðreynd að fáar þjóðir leggja jafnmikið til samgöngumála þegar litið er til ríkisútgjalda og við Íslendingar. Við leggjum hér mjög mikið til enda er af mörgu að taka í uppbyggingu samgöngukerfisins.

Ég held að það ætti ekki að vanmeta það hversu mikið við látum þó að meira þurfi.