Siglingastofnun Íslands

Þriðjudaginn 04. febrúar 2003, kl. 21:04:49 (3430)

2003-02-04 21:04:49# 128. lþ. 71.10 fundur 539. mál: #A Siglingastofnun Íslands# (vaktstöð siglinga, EES-reglur) frv., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 128. lþ.

[21:04]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Sem svar við spurningu hv. þm. þá er það skoðun mín að það komi að sjálfsögðu vel til greina að flytja þessa starfsemi út á land.

Hins vegar háttar þannig til að það sem við erum að fjalla um núna á þessu stigi er sú starfsemi sem fer fram í stöð Landssímans í Gufunesi þar sem starfandi er stór hópur manna sem sinnir þessari strandstöðvaþjónustu og um það snýst málið um sinn. Í framtíðinni er gert ráð fyrir þeim möguleika að sú þjónusta sem snýr að strandstöðvaþjónustunni verði boðin út. En eins og er þá mun starfsemin í Gufunesi sinna þeim verkefnum sem vaktstöð siglinga er ætlað að sinna, en til viðbótar bætast síðan verkefni sem að sjálfsögðu væri hægt að sinna hvar sem er á landinu.