Rannsókn sjóslysa

Þriðjudaginn 04. febrúar 2003, kl. 21:26:17 (3438)

2003-02-04 21:26:17# 128. lþ. 71.12 fundur 552. mál: #A rannsókn sjóslysa# (starfshættir rannsóknarnefndar, aðsetur o.fl.) frv., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 128. lþ.

[21:26]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er hárrétt hjá hv. þingmanni að að þessu þarf að fara af mikilli aðgát. Það er mjög vandmeðfarið að taka upp rannsókn slíkra mála og þess vegna lít ég svo til að það sé fyrst og fremst og nær eingöngu ef um það er að ræða að nýjar upplýsingar komi fram sem gætu haft áhrif á fyrri rannsókn, eða rannsókn máls almennt. Það eru fyrst og fremst þau tilvik sem ég lít til að geti skapað þær aðstæður að ráðherra beiti sér fyrir upptöku máls að nýju.