Gerð neyslustaðals

Miðvikudaginn 05. febrúar 2003, kl. 13:45:29 (3447)

2003-02-05 13:45:29# 128. lþ. 73.1 fundur 500. mál: #A gerð neyslustaðals# fsp. (til munnl.) frá forsrh., PHB
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 128. lþ.

[13:45]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hv. þm. fór með rangt mál. Ég sagði ekki 70 þús. kall. Ég var spurður að því hvort ég gæti lifað af 90 þús. kr. Eftir smáumhugsun taldi ég mig geta það en það er ekkert létt, það sagði ég aldrei. Í mig hafa hringt þrír aðilar síðan þetta gerðist sem eru með 90 þús. kr. og þaðan af lægra og segjast lifa góðu lífi af því. Einn er bóndi sem sagðist ekki hafa vanist þeirri eyðslu sem gengur hérna í bænum. Hann býr reyndar í bænum núna, er kominn á eftirlaun og telur sig geta lagt fyrir af þeim tekjum í hverjum mánuði. Kaupir reyndar ekki pitsu.

Svo hafa hringt í mig þrír aðilar sem segjast vera fátækir. Einn er raunverulega fátækur að mínu mati, það er forsjárfaðir sem á þrjú börn sem hann þarf að borga meðlag með og er á atvinnuleysisbótum. Hann er með 35 þús. kr. til að lifa af á mánuði.