Gerð neyslustaðals

Miðvikudaginn 05. febrúar 2003, kl. 13:46:37 (3448)

2003-02-05 13:46:37# 128. lþ. 73.1 fundur 500. mál: #A gerð neyslustaðals# fsp. (til munnl.) frá forsrh., KLM
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 128. lþ.

[13:46]

Kristján L. Möller:

Herra forseti. Ég get ekki orða bundist þegar hv. þm. Pétur H. Blöndal kemur í ræðustól Alþingis, ætlar að tala um fátækt og telur að fólk geti lifað á 70 þús., eins og hann talaði um þá, en eftir nánari athugun var hann kominn upp í 90 þús. Eins og hann fjallar hér um þetta er hann sjálfum sér og Sjálfstfl. til stórskammar. Af tillitssemi við hv. þingmann, vegna þess að hann er búinn með ræðutíma sinn núna, ætla ég ekki að rifja upp orð hans þegar hann fjallaði um aldraða, öryrkja og fátækt fólk og kenndi óreglu um erfiðleika þeirra, ekki því að launin væru of lág.