Flutningur fjarvinnsluverkefna og starfa út á land

Miðvikudaginn 05. febrúar 2003, kl. 13:59:28 (3453)

2003-02-05 13:59:28# 128. lþ. 73.2 fundur 470. mál: #A flutningur fjarvinnsluverkefna og starfa út á land# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., KVM
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 128. lþ.

[13:59]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Kristjáni Möller fyrir að koma með þessa fyrirspurn og vekja athygli á þessum málum. Fyrir fjórum árum töluðu frambjóðendur, sérstaklega hæstv. ríkisstjórnar, um möguleika í fjarvinnslu, einkum og sér í lagi vegna þess að staða landsbyggðarinnar var mjög slæm þar sem kvótakerfið hafði leikið ýmsar byggðir grátt. Það var rokið upp til handa og fóta og stofnaðar alls konar fjarvinnslustöðvar með pompi og prakt en því miður hefur það allt saman hrunið vegna þess að sá þáttur sem átti að vega hvað þyngst í starfseminni, þ.e. að störf yrðu færð frá hinu opinbera til þessara staða, gekk ekki eftir. Ríkisstjórnin er búin að hafa tækifæri í fjögur ár til þess að vinna að þessum málum en það hefur ekkert verið gert. Það verða bara aðrir að veita landsbyggðinni tækifæri í þessu efni eftir næstu kosningar.