Flutningur fjarvinnsluverkefna og starfa út á land

Miðvikudaginn 05. febrúar 2003, kl. 14:19:22 (3464)

2003-02-05 14:19:22# 128. lþ. 73.3 fundur 482. mál: #A flutningur fjarvinnsluverkefna og starfa út á land# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., GÁS
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 128. lþ.

[14:19]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Mér heyrðist hæstv. byggðamálaráðherra svara því þannig til að eitt starf hafi farið frá hennar ráðuneyti út á land og að 80 manns hefðu sótt um það. Ekki er að undra að eftirspurn sé eftir störfum þegar um jafnfá er að ræða og raun ber vitni.

Mig langar í fullri auðmýkt að spyrja hæstv. ráðherra byggðamála hvort hún sé ánægð með árangurinn af flutningi fjarvinnsluverkefna á þessu kjörtímabili. Er hún ánægð með árangur ríkisstjórnarinnar af því að skapa ný sóknarfæri á landsbyggðinni hvað varðar störf hjá hinu opinbera? Mig langar í fyllstu einlægni að spyrja hæstv. ráðherra hvort hún sé full ánægju með þennan árangur.