Efling fjarnáms

Miðvikudaginn 05. febrúar 2003, kl. 15:32:28 (3496)

2003-02-05 15:32:28# 128. lþ. 73.9 fundur 534. mál: #A efling fjarnáms# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., KVM
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 128. lþ.

[15:32]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Björgvini G. Sigurðssyni fyrir þessa fyrirspurn. En það er eitt sem er mjög mikilvægt í sambandi við þessa umræðu alla og það er sá kostnaður sem fólk í fjarnámi þarf að leggja í. Það er þáttur sem ég held að við þurfum að huga vel að. Ég þekki nokkra, herra forseti, sem eru í fjarnámi og kvarta undan því hversu kostnaðarsamt þetta er. Þetta á t.d. við um fólk sem er á lágum launum og er að reyna að auka réttindi sín og afla sér meiri menntunar til að fá aukin starfsréttindi, en þá er nauðsynlegt að menntunin sé ókeypis. Menntun er í raun og veru auðlind sem á ekki að kosta neitt og allir eiga að hafa jafnan aðgang að.

En ég vil taka undir með hæstv. ráðherra að það er mjög ánægjulegt hvað hefur verið góð og mikil þróun í þessum efnum en við verðum að passa að þetta verði ekki allt of dýrt.