Samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni

Fimmtudaginn 06. febrúar 2003, kl. 15:26:22 (3589)

2003-02-06 15:26:22# 128. lþ. 74.8 fundur 18. mál: #A samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni# þál., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 128. lþ.

[15:26]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þetta síðasta atvik hér í þingsalnum gefur mér kærkomið tækifæri til að vekja athygli sjónvarpsáhorfenda og annarra sem ekki þekkja starfshætti hér á Alþingi á því að þingmenn hafa stundum ræðutíma af skornum skammti, stundum ekki nema eina mínútu og stundum ekki nema tvær. Það er þess vegna mjög áríðandi að hægt sé að halda reglu á fundunum, mjög áríðandi að menn (Gripið fram í) haldi sig innan tímamarka og mjög áríðandi (Gripið fram í.) að hv. þingmenn hjálpi hæstv. forseta, hver sem hann er, (Gripið fram í.) við að almenn regla haldist hér.

En varðandi andsvar hv. þm. vil ég segja að ég hef reynt að svara þeim fyrirspurnum sem til mín hafa komið. Það er rangt hjá hv. þm. að (Gripið fram í.) skattar hafi þyngst á landsbyggðinni umfram það sem er hér á höfuðborgarsvæðinu.