Fullgilding Árósasamningsins

Mánudaginn 10. febrúar 2003, kl. 15:24:54 (3655)

2003-02-10 15:24:54# 128. lþ. 75.1 fundur 416#B fullgilding Árósasamningsins# (óundirbúin fsp.), utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 128. lþ.

[15:24]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ef hv. þm. á með orðum sínum við að öll félagasamtök í landinu eigi rétt á því að koma í veg fyrir tilteknar framkvæmdir, eins og ég á heldur von á að hún eigi við, er sá réttur sem betur fer ekki fyrir hendi hér á landi. Félagasamtök geta að sjálfsögðu komið fram með mótmæli og athugasemdir og ég veit ekki betur en fjallað hafi verið um öll þessi mótmæli og athugasemdir í þeim úrskurðum sem nýlega hafa fallið.

Það er hins vegar álitamál hvað á að ganga langt í þessum efnum og um það fjalla einmitt þau álitaefni sem ég gerði að umtalsefni áðan.

En ég vona að hv. þingmaður hafi mismælt sig þegar hún sagði að það væru fréttir fyrir hana að til stæði að skipta um ríkisstjórn. Ég hélt að öllum væri ljóst að þess vegna væru kosningar.