Skráning skipa

Mánudaginn 10. febrúar 2003, kl. 15:52:12 (3662)

2003-02-10 15:52:12# 128. lþ. 75.29 fundur 157. mál: #A skráning skipa# (þurrleiguskráning fiskiskipa) frv., Frsm. 1. minni hluta KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 128. lþ.

[15:52]

Frsm. 1. minni hluta samgn. (Kristján L. Möller) (andsvar):

Herra forseti. Aðeins ein spurning sem ég hefði viljað leggja fyrir frsm. meiri hlutans sem hefur fylgt nál. úr hlaði sem kemur m.a. fram vegna þess að ég átti þess ekki kost að vera á þessum fundi samgn. þegar málið var tekið út. Það lýtur að þeirri brtt. sem hér er merkt b við 1. efnismgr. þar sem bætist við nýr stafliður, c-liður, svohljóðandi, með leyfi forseta:

,,Upplýsingar um hvar skipi er ætlað að stunda veiðar og á hvaða tegundum.``

Eins og segir í nál. er með þessari breytingu lagt til að það skuli fylgja með hvar skipi er ætlað að stunda veiðar og á hvaða tegundum. Eins og segir hér enn fremur er eðlilegt að þessar upplýsingar liggi fyrir svo að sjútvrn. geti metið hvort skilyrði 2. efnismgr. 1. gr. séu uppfyllt. Spurning mín, herra forseti, til hv. þm. Hjálmars Árnasonar, frsm. meiri hluta nefndarinnar, er þessi: Hvað á að gera ef skip er sent á ný mið eða að veiða nýjar tegundir sem ekki voru tilgreindar þegar skráningin átti sér stað?