Umræða um flugvallarskatta

Fimmtudaginn 13. febrúar 2003, kl. 11:07:45 (3810)

2003-02-13 11:07:45# 128. lþ. 79.93 fundur 431#B umræða um flugvallarskatta# (um fundarstjórn), HjÁ
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur, 128. lþ.

[11:07]

Hjálmar Árnason:

Herra forseti. Ekki ætla ég að skattyrðast við hv. þm. Guðmund Árna Stefánsson, sem jafnframt situr í forsn.

Ég vek hins vegar athygli hans á því, sem ætti að vera óþarfi, að frv. sem ég vísaði til hefur verið vísað til hv. samgn. Eins og hv. þm. veit er það fagnefnda þingsins að fara yfir einstök frv. í ljósi nýrra og eldri atburða með skírskotun til framtíðar.

Mér finnast þessi rök hjá hv. þm. því vera nokkuð hæpin. Meginatriðið er að við þurfum að fara mjög vandlega með utandagskrárumræður og skoða hvaða mál eru hér til umræðu og vinnslu í þinginu hverju sinni.

En ég tek fram að ég fagna allri umræðu um þetta merkilega mál, þ.e. afnám flugvallarskatta, einkum af millilandaflugi.