Skráning skipa

Mánudaginn 17. febrúar 2003, kl. 16:12:04 (3892)

2003-02-17 16:12:04# 128. lþ. 80.17 fundur 157. mál: #A skráning skipa# (þurrleiguskráning fiskiskipa) frv. 10/2003, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 128. lþ.

[16:12]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Sem betur fer hefur verið haldið þannig á málum sjómanna gegnum tíðina af forustumönnum sjómannasamtakanna að kjör þeirra eru, að ég tel, allgóð. Borið saman við kjör stétta í landinu skera sjómenn sig úr hvað það varðar þannig að þeir hafa náð býsna góðum samningum, að ég tel.

Hv. þm. segir að með þessu frv. sé verið að opna á undirboð. Ég tel að það sé alveg fjarri öllu lagi. Þessi breyting skapar ekki nokkur slík skilyrði heldur hið gagnstæða, að mínu mati. Ég tel að með þessari breytingu styrkist staða þeirra útgerða sem sækja á þessi mið sem á að geta leitt til þess, eins og ég hef margsinnis sagt, að þegar á allt er litið nái sjómenn betri kjörum en áður.