Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 17. febrúar 2003, kl. 16:24:38 (3898)

2003-02-17 16:24:38# 128. lþ. 80.20 fundur 602. mál: #A stjórn fiskveiða# (meðafli) frv. 75/2003, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 128. lþ.

[16:24]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. jákvæð orð í garð frv. Þar sem hann velti því fyrir sér hvernig frv. varð til, þá var það búið að fara í gegnum ríkisstjórn og þingflokka vikunni áður en fundurinn sem hann vitnaði til var haldinn og væntanlega hefur viðkomandi starfsmaður ráðuneytisins ekki vitað að þingflokkar voru búnir að afgreiða frv. frá sér og að það kæmi inn í þingið daginn eftir.

En eins og hv. þm. vita þarf fyrst að afgreiða stjórnarfrv. í ríkisstjórninni og síðan í þingflokkunum og þess vegna getur það tekið einhverja daga að frv. birtist í þingsalnum þó svo þau séu farin frá ráðuneytinu.