Milliliðalaust lýðræði

Þriðjudaginn 18. febrúar 2003, kl. 16:20:39 (3947)

2003-02-18 16:20:39# 128. lþ. 81.20 fundur 577. mál: #A milliliðalaust lýðræði# þál., Flm. BjörgvS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 128. lþ.

[16:20]

Flm. (Björgvin G. Sigurðsson) (andsvar):

Herra forseti. Hér var framkvæmd sögufræg kosning um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni fyrir nokkrum árum á vegum Reykjavíkurborgar þar sem kosið var rafrænt og gerð merkileg tilraun, bæði með beint lýðræði og rafrænt lýðræði þar sem Reykjavíkurborg, forustusveitarfélag Íslands, steig fram og gerði þessa merku tilraun. Mér þótti, herra forseti, takast ákaflega vel til. Þetta var merkileg og skemmtileg tilraun þar sem þessu nýja lýðræðisformi var beitt með varfærnum og góðum hætti. Ég vona að þetta sé, herra forseti, vísir að því sem koma skal við framtíðarstjórnun íslenskra sveitarfélaga.