Innflutningur dýra

Þriðjudaginn 18. febrúar 2003, kl. 17:04:35 (3957)

2003-02-18 17:04:35# 128. lþ. 81.22 fundur 249. mál: #A innflutningur dýra# (rekstur sóttvarna- og einangrunarstöðva) frv., SJóh (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 128. lþ.

[17:04]

Sigríður Jóhannesdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég lít nú einmitt þannig á að þarna sé um að ræða að það gildi jafnræðissjónarmið. Varðandi þetta heimildarákvæði sem var sett í lögin á sínum tíma þá hef ég lagt einhvern annan skilning í orð hæstv. ráðherra en hv. þm. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vegna þess að ég gat ekki betur skilið hann en svo að hann vildi ekki reka einangrunarstöð annars staðar en í Hrísey, að hann teldi ekki grundvöll fyrir því.

En ég held að ef einhverjir vilja gera það, vilja uppfylla allar þessar kröfur og vilja reka stöð á eigin kostnað og kostnað þeirra sem flytja inn gæludýr þá eigi ekki að vera hægt að hindra það.

Ég er sem sagt ánægð að heyra að einhvers hafi staðar komið fram, einhvers staðar þar sem ég ekki var, að ráðherra hefði vilja til að nýta sér þessa heimild. En það hefur alla vega sýnt sig á þeim tíma sem liðinn er að hann hefur ekki haft upp tilburði til þess og ég hef ekki frétt annað en þetta ætti að standa svona eins og það er í dag ef hann fengi að ráða.