Innflutningur dýra

Þriðjudaginn 18. febrúar 2003, kl. 17:34:06 (3965)

2003-02-18 17:34:06# 128. lþ. 81.22 fundur 249. mál: #A innflutningur dýra# (rekstur sóttvarna- og einangrunarstöðva) frv., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 128. lþ.

[17:34]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hygg að hv. þingmaður eigi að gleðjast yfir því að ég skuli ekki hafa lýst yfir andstöðu við málið þegar í upphafi heldur gefið mönnum kost á að færa rök fyrir því og skoða málið í nefnd. Ég er alltaf tilbúinn til þess að fara yfir málin að nýju. Það má vel vera að eitthvað hafi breyst í efni málsins frá því sem var fyrir tveimur árum og ég tel enga sérstaka ástæðu til þess að loka fyrir það að afstaðan kunni að breytast. Menn verða þá líka að hafa rök fyrir máli sínu og ég hef vakið athygli á tveimur atriðum sem ég hef efasemdir um, annars vegar um þessa miðstýrðu gjaldskrá í samkeppnisumhverfi og hins vegar um þessa 2. mgr. sem ég tel satt að segja ekki vera boðlega á þingskjali.