Innflutningur dýra

Þriðjudaginn 18. febrúar 2003, kl. 17:35:11 (3966)

2003-02-18 17:35:11# 128. lþ. 81.22 fundur 249. mál: #A innflutningur dýra# (rekstur sóttvarna- og einangrunarstöðva) frv., GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 128. lþ.

[17:35]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Aðeins örstutt. Ég endurtek það að ég deili þessum sjónarmiðum með hv. þingmanni um efasemdir hvað varðar hina miðstýrðu gjaldskrá sem er ný af nálinni í þessu máli, og kemur satt að segja á óvart að menn skuli finna henni stað í hópi þeirra flm. sem hér eiga hlut að máli, sem eru sjálfstæðismenn og framsóknarmenn. Einnig hitt hvernig orðalag 2. mgr. er í þessu frv. og það er eðlisólíkt því sem var og bætir í raun engu við efni málsins.

Ég tek fram og árétta að ég er ekki meðal flm. þessa frv. en ég hef stutt efni málsins, geri það auðvitað áfram og vil gjarnan að það nái fram að ganga. Ég bind vonir við að það geti gerst á yfirstandandi þingi áður en við höldum heim til kosningabaráttu.