Stofnun framhaldsskóla á Snæfellsnesi

Miðvikudaginn 19. febrúar 2003, kl. 13:48:23 (3986)

2003-02-19 13:48:23# 128. lþ. 83.1 fundur 505. mál: #A stofnun framhaldsskóla á Snæfellsnesi# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 128. lþ.

[13:48]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Herra forseti. Í tilefni þessarar fyrirspurnar hv. þm. þakka ég hæstv. menntmrh. mjög vel fyrir hvernig hann hefur tekið á þessu máli. Það er ástæða til að það komi fram hér vegna þess að það hefur verið mikill áhugi á því hjá Snæfellingum að bæta úr framhaldsskólamálum á þessu svæði. Þess vegna skipti afskaplega miklu máli að þetta væri vel undirbúið. Það liggur alveg fyrir og Snæfellingum er ljóst að menntmrn. hefur unnið mjög vel að undirbúningi málsins og ég tel að það samkomulag sem síðan hefur náðst muni verða mikilvægur vegvísir til þess sem þarf svo skólinn verði strax í upphafi sú lyftistöng sem (Forseti hringir.) skólanum er ætlað að verða fyrir Snæfellinga. (Forseti hringir.) Menntamálin skipta þessar byggðir miklu máli og það hefur komið mjög rækilega fram (Forseti hringir.) í vilja Snæfellinga til að ná þessu máli fram.

(Forseti (ÍGP): Ég minni hæstv. ráðherra á að þessi andsvaratími er einungis ein mínúta.)